PSG borgar bestu launin í heimi íþróttanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2015 11:00 Zlatan Ibrahimovic og Xavi en lið þeirra beggja borga mjög góð laun. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira