Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 22:18 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015 Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00