Míkrónesía með markatöluna 0-114 í þremur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 11:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn. Fótbolti Míkrónesía Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn.
Fótbolti Míkrónesía Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira