Guðmundur Björgvinsson á Hrímni frá Ósi er efstur eftir forkeppni í fjórgangi sem var rétt að ljúka. Þetta var glæsisýning hjá Guðmundi og skilar honum í úrslit á sunnudaginn. Guðmundur hlaut 7.47 í einkunn.

Tveir keppendur eru í 5.sæti með sömu einkunn. Anne Stine Haugen, Noregi, á Muna frá Kvistum og Pierre Sandsten Hoyosm, Svípjóð, á Falki från Karlsro hlutu einkunina 7.13. Pierre er í ungmennaflokknum og fer því í úrslit í fjórgangi í sínum flokki.

Kristín Lárusdóttir, eins og Frauke Schenzel og hestur hennar, Óskadís vom Habichtswald eiga enn möguleika á að komast í A-úrslit á sunnudag því sigur í B-úrslitum gefur aðgöngumiða í úrslitin.
Úrhellis rigning með þrumum og eldingum brast á þegar Lisa Schürger var í brautinni, það verður að teljast henni til hróss að hafa klárað sýninguna í þessum látum. Hún fær að keppa aftur seinna í dag.
Á heimasíðu mótsins fá finna upplýsingar um úrslit auk þess sem að hægt er að horfa á beina útsendingu frá mótinu.