Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 1. september 2015 07:00 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15
Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45