42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 12:00 Johann Cruyff var aðalmaðurinn í hollenska fótboltanum á þessum árum. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira