Fjallsárlón virkjað í þágu ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2015 21:15 Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15