Kökusjoppa og bruggbar opna á Grandanum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. september 2015 19:30 Auður Ögn opnar dýrðlega kökubúð á Granda. Vísir/Stöð 2 Grandagarður er orðinn eitt vinsælasta svæði borgarinnar en þar sem var tómlegt fyrir nokkrum árum er nú blönduð byggð íbúa, þjónustu og atvinnulífs. Auk þess sækja æ fleiri í veitingarekstur á staðnum. Gömlu verbúðirnar njóta friðunar Húsafriðunarnefndar og eru allar framkvæmdir utan húss háðar samþykki nefndarinnar. Innan dyra hafa leigjendur aftur á móti frjálsari hendur og er þar nú fjölbreytt þjónusta, sem að stóru leyti snýr að mat eða matargerð. Á næstu vikum opnar þar kökusjoppan Sautján sortir, sælkerum bæjarins til mikillar gleði.Bollakökurnar hennar eru girnilegar eins og sjá má.Vísir/Stöð2„Oft langar mann í eitthvað sætt og fjölskyldur fara í ísbíltúr á kvöldinn. Þetta er þá bara viðbót. Við höfum þennan sjoppuopnunartíma og þess vegna er ég að kalla þetta kökusjoppu. Fólk getur til dæmis farið út eftir kvöldmat og kippt með sér einni sneið eða einni bollaköku,“ segir Auður Ögn Árnadóttir eigandi kökusjoppunnar. Hún segir engan annan stað hafa komið til greina fyrir búðina.Bergur opnar fyrsta íslenska bruggbarinn.Vísir/Stöð 2„Mér finnst þetta rosalega spennandi. Það er svo margt að gerast hérna og sérstaklega varðandi mat,“ segir hún. Hinum meginn við götuna verður á næstunni opnaður fyrsti íslenski bruggbarinn. Þar verður hægt að njóta matar og bjórs sem bruggaður verður á staðnum. „Við erum með þúsund lítra bruggsmiðju og ætlum að byrja á næstu vikum að brugga bjór. Þetta verður fyrsti „brewpub“ sinnar tegundar á Íslandi,“ segir Bergur Gunnarsson bruggari sem mun sjá um að brugga fyrir staðinn. Grandagarður hafi verið tilvalinn fyrir starfsemina. „Það eru hérna staðir að poppa upp út um allt. Ég held að Íslendingar séu að færa sig átt að höfninni,“ segir Bergur. Íslenskur bjór Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Grandagarður er orðinn eitt vinsælasta svæði borgarinnar en þar sem var tómlegt fyrir nokkrum árum er nú blönduð byggð íbúa, þjónustu og atvinnulífs. Auk þess sækja æ fleiri í veitingarekstur á staðnum. Gömlu verbúðirnar njóta friðunar Húsafriðunarnefndar og eru allar framkvæmdir utan húss háðar samþykki nefndarinnar. Innan dyra hafa leigjendur aftur á móti frjálsari hendur og er þar nú fjölbreytt þjónusta, sem að stóru leyti snýr að mat eða matargerð. Á næstu vikum opnar þar kökusjoppan Sautján sortir, sælkerum bæjarins til mikillar gleði.Bollakökurnar hennar eru girnilegar eins og sjá má.Vísir/Stöð2„Oft langar mann í eitthvað sætt og fjölskyldur fara í ísbíltúr á kvöldinn. Þetta er þá bara viðbót. Við höfum þennan sjoppuopnunartíma og þess vegna er ég að kalla þetta kökusjoppu. Fólk getur til dæmis farið út eftir kvöldmat og kippt með sér einni sneið eða einni bollaköku,“ segir Auður Ögn Árnadóttir eigandi kökusjoppunnar. Hún segir engan annan stað hafa komið til greina fyrir búðina.Bergur opnar fyrsta íslenska bruggbarinn.Vísir/Stöð 2„Mér finnst þetta rosalega spennandi. Það er svo margt að gerast hérna og sérstaklega varðandi mat,“ segir hún. Hinum meginn við götuna verður á næstunni opnaður fyrsti íslenski bruggbarinn. Þar verður hægt að njóta matar og bjórs sem bruggaður verður á staðnum. „Við erum með þúsund lítra bruggsmiðju og ætlum að byrja á næstu vikum að brugga bjór. Þetta verður fyrsti „brewpub“ sinnar tegundar á Íslandi,“ segir Bergur Gunnarsson bruggari sem mun sjá um að brugga fyrir staðinn. Grandagarður hafi verið tilvalinn fyrir starfsemina. „Það eru hérna staðir að poppa upp út um allt. Ég held að Íslendingar séu að færa sig átt að höfninni,“ segir Bergur.
Íslenskur bjór Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira