„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 09:19 Frá fundinum í morgun. Vísir/E. Stefán Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00