Húsið er einbýlishús á tveimur hæðum og tæplega 400 fermetrar. Herbergin eru átta, fimm svefnherbergi og þrjár stofur. Að auki er þar að finna fjögur baðherbergi. Bílastæði eru beggja megin hússins en bílskúrinn, 53,4 fermetrar, hefur verið innréttaður sem íbúð.
Á milli tveggja stofa efri hæðarinnar má finna arin sem gengur fyrir gasi. Á neðri hæðinni eru fjögur svefnherbergi auk hjónasvítunnar en úr henni er hægt að ganga út í garð.
Sindri Sindrason kíkti í heimsókn í húsið fyrir rúmu ári en þátt Sindra má sjá hér að neðan. Fleiri myndir og nánari upplýsingar um húsið má sjá með að smella hér.