Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2015 15:15 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliðinu gegn Póllandi í sínum fyrsta landsleik. vísir/adam jasztrebowski „Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
„Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00