Kínamúrar Helga Stjórnarmaðurinn skrifar 9. desember 2015 09:30 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira