Neville: Vantar spænskukennara sem nennir að vakna snemma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 19:15 Neville spókaði sig um á Mestalla í dag. vísir/getty Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Sjá meira
Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Sjá meira