Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2015 11:46 vísir/gva Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30