Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag verður rætt við Ólaf Ólafsson, Sigurð Einarsson og Magnús Guðmundson sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu.
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður og Björn Sigurðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu þremenningana í fangelsið.
Umboðsmaður Alþingis óskaði á dögunum eftir skýringum frá Páli Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar í kjölfar kvörtunar þeirra Ólafs, Sigurðar og Magnúsar. Kvörtunin laut m.a. að ýmsum ummælum Páls í fjölmiðlum en einnig að heimsókn kvkmyndagerðarfólks á vegum bandaríska leikstjórans Michael Moore Í fangelsið.
Í viðtalinu í kvöld ræða þeir um þetta mál en einnig um lífið í fangelsinu, persónulega hagi sína og þjóðfélagsumræðuna um bankahrunið, og hlut þeirra í því, sem hefur verið heldur óvægin á köflum.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 og Ísland í dag strax á eftir. Allt í opinni dagskrá venju samkvæmt.
Fréttir Stöðvar 2 og Ísland í dag: Kaupþingsmenn á Kvíabryggju

Tengdar fréttir

Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju.

Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír
Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga.

Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu
Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans.

Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju
LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs.