Hvað liggur á? stjórnarmaðurinn skrifar 20. janúar 2016 09:15 Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira