Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2016 15:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira
Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30