Borg brugghús herjar á Noreg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2016 22:20 Á döfinni hjá bruggmeisturunum er meðal annars ferð til Noregs þar sem margt verður brallað. mynd/Haraldur Jónasson Nýverið hóf Borg Brugghús sölu á bjórum sínum til Noregs. Um tíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út á erlenda grund og oftar en ekki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið.Borg fetar oft ótroðnar slóðir en í páskabjór fyrirtækisins í ár, Magðalenu nr. 41, er meðal annars að finna talsvert af appelsínumarmelaði.„Þetta lofar bara nokkuð góðu og kemur skemmtilega á óvart. Við höfum ekki ennþá tekið þátt í eiginlegu „tenderi“ hjá Vinmonopolet sem er hin hefðbundna leið inn í verslanir þeirra og er jafnan tímafrekt – nokkurskonar samkeppni um vörulistun. Þeir voru hinsvegar hrifnir af bjórunum og ákváðu að taka þá sérpöntunarflokk þar sem neytendur gátu pantað þá á netinu og fengið þá afgreidda í næsta útibú. Það opnaði leiðina fyrir okkur,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari Borgar. Sem stendur er boðið upp á tvo bjóra fyrirtækisins í Vinmonopolet en svo kallast norska vínbúðin. Bjórarnir tveir eru Myrkvi nr. 13 og Leifur nr. 32. Sem stendur eru bjórarnir fáanlegir í tæplega þrjátíu verslunum í landinu. Á döfinni hjá bruggmeisturum fyrirtækisins er ferð til Noregs í næsta mánuði. Þar er stefnan tekin á að kíkja á bjórviðburði í Osló, Björgvin og Stafangri auk þess sem markið er sett á að brugga samstarfsbjóra með tveimur til þremur norskum míkró bruggsmiðjum. Íslenskur bjór Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Nýverið hóf Borg Brugghús sölu á bjórum sínum til Noregs. Um tíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út á erlenda grund og oftar en ekki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið.Borg fetar oft ótroðnar slóðir en í páskabjór fyrirtækisins í ár, Magðalenu nr. 41, er meðal annars að finna talsvert af appelsínumarmelaði.„Þetta lofar bara nokkuð góðu og kemur skemmtilega á óvart. Við höfum ekki ennþá tekið þátt í eiginlegu „tenderi“ hjá Vinmonopolet sem er hin hefðbundna leið inn í verslanir þeirra og er jafnan tímafrekt – nokkurskonar samkeppni um vörulistun. Þeir voru hinsvegar hrifnir af bjórunum og ákváðu að taka þá sérpöntunarflokk þar sem neytendur gátu pantað þá á netinu og fengið þá afgreidda í næsta útibú. Það opnaði leiðina fyrir okkur,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari Borgar. Sem stendur er boðið upp á tvo bjóra fyrirtækisins í Vinmonopolet en svo kallast norska vínbúðin. Bjórarnir tveir eru Myrkvi nr. 13 og Leifur nr. 32. Sem stendur eru bjórarnir fáanlegir í tæplega þrjátíu verslunum í landinu. Á döfinni hjá bruggmeisturum fyrirtækisins er ferð til Noregs í næsta mánuði. Þar er stefnan tekin á að kíkja á bjórviðburði í Osló, Björgvin og Stafangri auk þess sem markið er sett á að brugga samstarfsbjóra með tveimur til þremur norskum míkró bruggsmiðjum.
Íslenskur bjór Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira