Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Ingvar Haraldsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Steinþór Pálsson hyggst starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekkert skoðað það,” sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, á mánudaginn um hvort til greina kæmi að gera breytingar á bankaráði eða yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Bankasýslan greindi fjárlaganefnd á mánudagsmorgun frá bréfi sem hún hefði sent bankaráði Landsbankans. Þar kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi.Sjá einnig: Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Í gærkvöldi tilkynntu svo fimm bankaráðsmenn að þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi í apríl. Þeirra á meðal var Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins. Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að áður en bréf Bankasýslunnar til bankaráðsins hefði verið afhent fyrir helgi hafi Lárus boðað Tryggva á sinn fund með þau skilaboð að það eina sem dygði væri að segja Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, upp og að formaður og varaformaður bankaráðsins myndu víkja.Sjá einnig: Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust „Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest,“ segir í yfirlýsingu fimmmenninganna. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ „Við bíðum eftir því að fá þessar tillögur, eða hugmyndir, frá bankaráðinu og þá veltum við vöngum yfir næstu skrefum þegar það er komið,” sagði Lárus á mánudaginn, en bankaráðinu var gefið til mánaðamóta til að bregðast við bréfi Bankasýslunnar. Í kjölfar yfirlýsingar bankaráðsmannanna í gærkvöldi sendi Steinþór frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
„Við höfum ekkert skoðað það,” sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, á mánudaginn um hvort til greina kæmi að gera breytingar á bankaráði eða yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Bankasýslan greindi fjárlaganefnd á mánudagsmorgun frá bréfi sem hún hefði sent bankaráði Landsbankans. Þar kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi.Sjá einnig: Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Í gærkvöldi tilkynntu svo fimm bankaráðsmenn að þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi í apríl. Þeirra á meðal var Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins. Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að áður en bréf Bankasýslunnar til bankaráðsins hefði verið afhent fyrir helgi hafi Lárus boðað Tryggva á sinn fund með þau skilaboð að það eina sem dygði væri að segja Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, upp og að formaður og varaformaður bankaráðsins myndu víkja.Sjá einnig: Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust „Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest,“ segir í yfirlýsingu fimmmenninganna. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ „Við bíðum eftir því að fá þessar tillögur, eða hugmyndir, frá bankaráðinu og þá veltum við vöngum yfir næstu skrefum þegar það er komið,” sagði Lárus á mánudaginn, en bankaráðinu var gefið til mánaðamóta til að bregðast við bréfi Bankasýslunnar. Í kjölfar yfirlýsingar bankaráðsmannanna í gærkvöldi sendi Steinþór frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00
Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53
Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33
Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45
Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12