Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Dagurinn í gær var viðburðaríkur og héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi.
Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum má sjá gengið í hláturskasti yfir prumpulykt sem virðist ítrekað koma fram inni í bílnum þegar þau keyrðu um Suðurlandið. Þau voru handviss um að það væri bílstjóri jeppans sem væri alltaf að leysa vind en líklega er um að ræða hveralykt sem er í kringum Geysissvæðið.
Kanye West og Kim Kardashian veltast um úr hlátri í bílnum og tala um að bílstjórinn hafi enn einu sinni rekið við. Myndbandið er nokkuð spaugilegt og má sjá hér að neðan.