Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést Þórlaug Guðmundsdóttir syngja og gantast með sauðburðinn og líf bænda en í umfjöllun Víkurfrétta um myndbandið kemur fram að Hanna Sigurðardóttir hafi búið til myndbandið ásamt textanum sem sunginn er. Þá sá Anna Sigríður Sigurðardóttir um tónlistina og þær stöllur sáu um bakraddir.
Myndbandið er afar vinsælt en þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 37 þúsund manns horft á myndbandið.
Þórlaug er efst þeirra kvenna sem komast á efsta hluta skattalistans að þessu sinni. Ásamt henni eru þar Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis, Þuríður Ottesen og Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona á listanum.
Þórlaug vildi ekki tjá sig við blaðamann þegar náð var tali af henni.