Justin Bieber þurfti að minna á að hann vildi halda tónleika á Íslandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 7. september 2016 08:00 Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Vísir/Getty Ég byrjaði að vinna með Justin fyrir tveimur árum. Upphaflega vann ég fyrir umboðsskrifstofu söngkonunnar Ariönu Grande en þau voru einnig með Justin á sínum snærum. Á sama tíma var ég að vinna fyrir Kanye West, sem er góður vinur Justins, eitt leiddi af öðru og núna vinn ég einungis fyrir Justin,“ segir Chris Gratton, yfirhönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber. Spurður hvort hann hafi tíma til að gera nokkuð annað segist Chris ekki hafa tíma til þess að fylgja öðrum á tónleikaferðalögum, þó hann sé í hönnunarteymi hjá öðrum listamönnum. Hann segir það þó vera einstakt að vinna með Justin Bieber, þar sem hann sé ótrúlega orkumikill og frábær listamaður „Justin er frábær strákur, hann er orkumikill og hugsar vel um sig, enda elskar hann að hreyfa sig. Á milli þess sem hann kemur fram gengur hann á fjöll og rennir sér á hjólabretti, svo elskar hann að veiða. Hann er frábær söngvari og magnaður listamaður sem gefur ekkert eftir á tónleikum,“ segir Chris og bætir við að þó að Justin sé aðeins 22 ára, hafi hann verið í bransanum frá því hann var fjórtán, sem gerir hann að reynslubolta í faginu.Chris Gratton, hönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber, er mættur til landsins. Visir/VilhelmChris sér um hönnun á flestöllu sem viðkemur tónleikum kappans en hann vinnur mikið með danshöfundinum Nick Demoura sem kemur fram í heimildarmyndinni um Justin, Believe. Saman hafa þeir stofnað hönnunarteymi sem vinnur með fjölda listamanna. Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Justin mun í framhaldinu halda áfram til Þýskalands, en hver ætli sé ástæða þess að þeir hefja túrinn hér á Klakanum? „Ástæðan fyrir því að við völdum Ísland er sú að Justin sjálfur bað um þessa tónleika. Hann kom hingað í fyrra þar sem hann tók upp myndband við lagið I’ll Show You og heillaðist af landinu. Þegar við settum saman túrinn var hann virkilega ánægður, hann benti hins vegar á að hann væri búinn að biðja um tónleika á Íslandi. Svo við settumst aftur yfir skipulagið og ég lét hann vita að það væri mögulegt að hefja túrinn hér á Íslandi, hann var hæstánægður með það. Hann elskar Ísland og það er eina landið sem hann valdi, og ástæðan er einföld: hann vildi spila hér,“ segir Chris.Allt að verða klárt í Kórnum. Fréttablaðið/VilhelmÞað er óhætt að segja að öllu verði til tjaldað og heilmikið havarí hefur verið í kringum tónleikahaldið. Áhrifamikið fólk í bransanum er með honum hér og ber þar helst að nefna allt lykilfólkið úr umboðsmannateymi hans sem og háttsetta aðila frá AEG, einu stærsta tónleikafyrirtæki í heimi. „Það eru fjörutíu manns úr teyminu hans sem koma til landsins. Auk þess erum við í frábæru samstarfi við teymið hér, sem kemur til með að stjórna tónleikunum með okkur. Fólkið í teyminu hér vinnur virkilega vel og það er frábært að vinna með því,“ segir Chris en gert er ráð fyrir að straumstyrkurinn á tónleikunum verði um tvö þúsund amper.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Ég byrjaði að vinna með Justin fyrir tveimur árum. Upphaflega vann ég fyrir umboðsskrifstofu söngkonunnar Ariönu Grande en þau voru einnig með Justin á sínum snærum. Á sama tíma var ég að vinna fyrir Kanye West, sem er góður vinur Justins, eitt leiddi af öðru og núna vinn ég einungis fyrir Justin,“ segir Chris Gratton, yfirhönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber. Spurður hvort hann hafi tíma til að gera nokkuð annað segist Chris ekki hafa tíma til þess að fylgja öðrum á tónleikaferðalögum, þó hann sé í hönnunarteymi hjá öðrum listamönnum. Hann segir það þó vera einstakt að vinna með Justin Bieber, þar sem hann sé ótrúlega orkumikill og frábær listamaður „Justin er frábær strákur, hann er orkumikill og hugsar vel um sig, enda elskar hann að hreyfa sig. Á milli þess sem hann kemur fram gengur hann á fjöll og rennir sér á hjólabretti, svo elskar hann að veiða. Hann er frábær söngvari og magnaður listamaður sem gefur ekkert eftir á tónleikum,“ segir Chris og bætir við að þó að Justin sé aðeins 22 ára, hafi hann verið í bransanum frá því hann var fjórtán, sem gerir hann að reynslubolta í faginu.Chris Gratton, hönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber, er mættur til landsins. Visir/VilhelmChris sér um hönnun á flestöllu sem viðkemur tónleikum kappans en hann vinnur mikið með danshöfundinum Nick Demoura sem kemur fram í heimildarmyndinni um Justin, Believe. Saman hafa þeir stofnað hönnunarteymi sem vinnur með fjölda listamanna. Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Justin mun í framhaldinu halda áfram til Þýskalands, en hver ætli sé ástæða þess að þeir hefja túrinn hér á Klakanum? „Ástæðan fyrir því að við völdum Ísland er sú að Justin sjálfur bað um þessa tónleika. Hann kom hingað í fyrra þar sem hann tók upp myndband við lagið I’ll Show You og heillaðist af landinu. Þegar við settum saman túrinn var hann virkilega ánægður, hann benti hins vegar á að hann væri búinn að biðja um tónleika á Íslandi. Svo við settumst aftur yfir skipulagið og ég lét hann vita að það væri mögulegt að hefja túrinn hér á Íslandi, hann var hæstánægður með það. Hann elskar Ísland og það er eina landið sem hann valdi, og ástæðan er einföld: hann vildi spila hér,“ segir Chris.Allt að verða klárt í Kórnum. Fréttablaðið/VilhelmÞað er óhætt að segja að öllu verði til tjaldað og heilmikið havarí hefur verið í kringum tónleikahaldið. Áhrifamikið fólk í bransanum er með honum hér og ber þar helst að nefna allt lykilfólkið úr umboðsmannateymi hans sem og háttsetta aðila frá AEG, einu stærsta tónleikafyrirtæki í heimi. „Það eru fjörutíu manns úr teyminu hans sem koma til landsins. Auk þess erum við í frábæru samstarfi við teymið hér, sem kemur til með að stjórna tónleikunum með okkur. Fólkið í teyminu hér vinnur virkilega vel og það er frábært að vinna með því,“ segir Chris en gert er ráð fyrir að straumstyrkurinn á tónleikunum verði um tvö þúsund amper.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00