Dagur um nýju bókina sína: Ekki hrein ævisaga en ekki íþróttabók heldur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 10:30 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér. EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér.
EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira