Aurum málið: Magnús og Lárus dæmdir í fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 14:23 Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15
Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28