Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal.
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að flogið verði fjórum sinnum í viku frá Toronto og þrisvar í viku frá Montreal.
Áætlanir Air Canada eru þó háðar samþykki flugmálayfirvalda að því er segir í fréttatilkynningunni.
„Ísland er nýr og spennandi áfangastaður sem verður æ vinsælli,“ segir Benjamin Smith, forstjóri Air Canada. „Við hlökkum til að fljúga til land íss og elds í sumar.“
Air Canada er stærsta flugfélag Kanada og flýgur til rúmlega 200 áfangastaða víðsvegar um heim en flugfélagið er meðal 20 stærstu flugfélaga heimsins.
Fyrir fljúga íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair til Kanada en bæði fljúga þau beint til Montreal og Toronto.
Air Canada flýgur til Íslands í sumar
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mest lesið

Hvar er opið um páskana?
Neytendur



Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi
Viðskipti innlent

Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent


Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent


Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent