Starfsfólki Gæðings sagt upp og bjórtegundir hverfa úr ÁTVR Haraldur Guðmundsson skrifar 24. mars 2017 08:45 Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði. Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, hefur dregið verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og ætlar að einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. Þremur starfsmönnum brugghússins var sagt upp um síðustu áramót en Gæðingur hefur selt sex bjórtegundir í vínbúðum ÁTVR auk árstíðabundinna bjóra. „Það borgar sig ekki lengur fjárhagslega að halda úti fullri framleiðslu því þetta er nokkuð strembið. Helsta vandamálið liggur í fjarlægðinni en við erum úti á landi og ég hef ekki haft aðgengi að bruggurum á svæðinu. Hér þarf maður að útvega starfsfólki húsnæði og fleira sem er dýrara en þegar maður er nálægt stærri vinnumarkaði eins og höfuðborgarsvæðinu. Ég held því að ég hætti sölu í ÁTVR að mestu, en selji þetta í kútum, en þó ætla ég ekki alveg að gefa upp á bátinn tvær tegundir í dósum eða Tuma Humal og Gæðing Pale Ale,“ segir Árni í samtali við Vísi.Bjórar Gæðings verða nú nánast einungis framleiddir á kúta.Bjórinn skemmdistÖrbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Árni á þar að auki Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Fyrstu árin starfaði reyndur bruggari hjá fyrirtækinu sem kom vörumerkinu af stað og bjórar Gæðings fóru að vekja athygli. Sá starfsmaður lét síðar af störfum og í febrúar 2014 var ákveðið að selja bjórinn í áldósum. Fyrirtækið hafði þá keypt dósaátöppunarvél en að sögn Árna fór að halla undan fæti nokkru síðar. „Þegar bruggarinn hætti komu Pétur og Páll og höfðu ýmislegt gott fram að færa en einnig mikið af klúðri vegna þekkingarleysis á aðstæðum. Svo var ég ítrekað að lenda í því að önnur hver sending, eftir að ég fór í dósirnar, var skemmd. Og ef það er ein dós skemmd í heilu bretti þá eru reglurnar hjá Ríkinu þannig að ég þarf að taka brettið aftur norður og allur hagnaðurinn þar með farinn,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi alveg verið rétt og dósirnar fengu fínar viðtökur. Í raun og veru gat ég selt meira en ég afgreiddi. En það var eilíft bras út af mistökum eða skemmdum á bjórnum. Ég hélt að þetta væri hér hjá mér en síðan kom í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þetta til flutningsins.“Laus við áhyggjurnarÁrni var með þrjá starfsmenn í fullri vinnu þegar mest lét en framleiðir nú sjálfur um helming af því sem áður var. „Núna er þetta meira eins og áhugamál. Ég er aðra hvora viku að vinna við þetta sjálfur en næ samt á þeim tíma að afkasta í magni því sem þrír menn gerðu alla daga. Núna er ekkert klúður með flutninga eða skemmdir og svoleiðis dót þar sem þetta er allt komið á kúta,“ segir Árni og heldur áfram: „Í fyrra borgaði ég með þessu fyrirtæki eina milljón á mánuði úr hinum vasanum. Núna er þetta allt annað og það koma peningar til baka. Ég er svo sem ekkert að pæla í fjárfestingunni sem er upp á einhverjar 30 til 50 milljónir króna. Hún er bara þarna og ég á þetta og nú hef ég gaman að þessu og er laus við allt vesenið og áhyggjurnar sem fylgdu hinu.“ „Til að undirstrika þessa nýju kútastefnu mun nýr bjór sem ég framleiddi með Borg hér í brugghúsinu mínu, og er nú í gerjun, eingöngu fást á kútum." Íslenskur bjór Tengdar fréttir Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35 Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, hefur dregið verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og ætlar að einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. Þremur starfsmönnum brugghússins var sagt upp um síðustu áramót en Gæðingur hefur selt sex bjórtegundir í vínbúðum ÁTVR auk árstíðabundinna bjóra. „Það borgar sig ekki lengur fjárhagslega að halda úti fullri framleiðslu því þetta er nokkuð strembið. Helsta vandamálið liggur í fjarlægðinni en við erum úti á landi og ég hef ekki haft aðgengi að bruggurum á svæðinu. Hér þarf maður að útvega starfsfólki húsnæði og fleira sem er dýrara en þegar maður er nálægt stærri vinnumarkaði eins og höfuðborgarsvæðinu. Ég held því að ég hætti sölu í ÁTVR að mestu, en selji þetta í kútum, en þó ætla ég ekki alveg að gefa upp á bátinn tvær tegundir í dósum eða Tuma Humal og Gæðing Pale Ale,“ segir Árni í samtali við Vísi.Bjórar Gæðings verða nú nánast einungis framleiddir á kúta.Bjórinn skemmdistÖrbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Árni á þar að auki Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Fyrstu árin starfaði reyndur bruggari hjá fyrirtækinu sem kom vörumerkinu af stað og bjórar Gæðings fóru að vekja athygli. Sá starfsmaður lét síðar af störfum og í febrúar 2014 var ákveðið að selja bjórinn í áldósum. Fyrirtækið hafði þá keypt dósaátöppunarvél en að sögn Árna fór að halla undan fæti nokkru síðar. „Þegar bruggarinn hætti komu Pétur og Páll og höfðu ýmislegt gott fram að færa en einnig mikið af klúðri vegna þekkingarleysis á aðstæðum. Svo var ég ítrekað að lenda í því að önnur hver sending, eftir að ég fór í dósirnar, var skemmd. Og ef það er ein dós skemmd í heilu bretti þá eru reglurnar hjá Ríkinu þannig að ég þarf að taka brettið aftur norður og allur hagnaðurinn þar með farinn,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi alveg verið rétt og dósirnar fengu fínar viðtökur. Í raun og veru gat ég selt meira en ég afgreiddi. En það var eilíft bras út af mistökum eða skemmdum á bjórnum. Ég hélt að þetta væri hér hjá mér en síðan kom í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þetta til flutningsins.“Laus við áhyggjurnarÁrni var með þrjá starfsmenn í fullri vinnu þegar mest lét en framleiðir nú sjálfur um helming af því sem áður var. „Núna er þetta meira eins og áhugamál. Ég er aðra hvora viku að vinna við þetta sjálfur en næ samt á þeim tíma að afkasta í magni því sem þrír menn gerðu alla daga. Núna er ekkert klúður með flutninga eða skemmdir og svoleiðis dót þar sem þetta er allt komið á kúta,“ segir Árni og heldur áfram: „Í fyrra borgaði ég með þessu fyrirtæki eina milljón á mánuði úr hinum vasanum. Núna er þetta allt annað og það koma peningar til baka. Ég er svo sem ekkert að pæla í fjárfestingunni sem er upp á einhverjar 30 til 50 milljónir króna. Hún er bara þarna og ég á þetta og nú hef ég gaman að þessu og er laus við allt vesenið og áhyggjurnar sem fylgdu hinu.“ „Til að undirstrika þessa nýju kútastefnu mun nýr bjór sem ég framleiddi með Borg hér í brugghúsinu mínu, og er nú í gerjun, eingöngu fást á kútum."
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35 Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35
Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10