„Kaupin eru ekki endanlega gengin í gegn þar sem ýmsir eiga forkaupsrétt,“ segir Eyþór Arnalds en hann hefur náð samkomulagi um kaup á rúmlega fjórðungshlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Eyþór kaupir 18,43 prósenta hlut Samherja, 6,14 prósent af Síldarvinnslunni og 2,05 prósent af Vísi hf. Alls eru það 26,62 prósent Árvakurs. Eyþór segir að hann vonist til að enginn neyti forkaupsréttar síns.
„Að óbreyttu á ég um fjórðungshlut og ef þetta gengur eftir, sem ég vona, mun ég vinna að því að efla Morgunblaðið með þeim sem eru þar fyrir. Ég ætla mér ekki að mæta og segja öðrum fyrir verkum, heldur halda áfram því góða starfi sem þarna hefur verið unnið í samráði við aðra,“ segir Eyþór.
Kaupverðið trúnaðarmál
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið


Hvar er opið um páskana?
Neytendur


Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent


Spotify liggur niðri
Neytendur

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent



Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent