Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 11:13 WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen. WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen.
WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01