Ágúst Elvar ráðinn verkefnastjóri ferðamála Sæunn Gísladóttir skrifar 8. maí 2017 14:52 Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Mynd/Aðsend Ágúst Elvar Bjarnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri ferðamála á Höfuðborgarstofu. Um er að ræða nýtt starf á stofnuninni og felst það í að efla samkeppnisstöðu og fjölbreytileika Reykjavíkur sem áfangastaðar, leiða vinnu við stefnumarkandi stjórnunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið (DMP) og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að bæta upplýsingaöflun um stöðu og þróun ferðamála í Reykjavík, framkvæma vandaðar greiningar og efla samstarf og samráð við lykilaðila innan og utan Reykjavíkurborgar segir í tilkynningu. Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Ágúst var eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic DK í Kaupmannahöfn, svæðisstjóri Hadler DMC í sömu borg og sölustjóri hjá Arctic Adventures. Stór hluti af starfi hans hjá Artic Adventures í Reykjavík var greiningarvinna, verkefnastjórnun, ferlagerð, stefnumörkun og samskipti við aðila í ferðaþjónustu innanlands og erlendis. Þekking og reynsla Ágústs á sviði ferðamála er yfirgripsmikil og hefur hann víðtækt tengslanet á sviði ferðamála. Hann hefur fylgst með og tekið þátt í vexti og uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi og reynslu af því að stofna og reka eigið fyriræki í ferðaþjónustu. Ágúst Elvar hefur tekið þátt í stefnumörkun á sviði ferðamála, sinnt ráðgjöf og samstarfi, greiningarvinnu, þróun ferla, starfsmannahaldi, umsjón með daglegum rekstri, samskiptum við birgja sem og innlenda og erlenda endursöluaðila, markaðssetningu, vöruþróun og verkefnastjórnun, allt á sviði ferðamála. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir og Baldur Örn Arnarson mannauðsráðgjafi á Menningar- og ferðamálasviði unnu úr öllum aðsendum umsóknum og höfðu umsjón með viðtölum við þá umsækjendur sem best uppfylltu kröfur starfsauglýsingarinnar. Ráðningar Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ágúst Elvar Bjarnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri ferðamála á Höfuðborgarstofu. Um er að ræða nýtt starf á stofnuninni og felst það í að efla samkeppnisstöðu og fjölbreytileika Reykjavíkur sem áfangastaðar, leiða vinnu við stefnumarkandi stjórnunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið (DMP) og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að bæta upplýsingaöflun um stöðu og þróun ferðamála í Reykjavík, framkvæma vandaðar greiningar og efla samstarf og samráð við lykilaðila innan og utan Reykjavíkurborgar segir í tilkynningu. Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Ágúst var eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic DK í Kaupmannahöfn, svæðisstjóri Hadler DMC í sömu borg og sölustjóri hjá Arctic Adventures. Stór hluti af starfi hans hjá Artic Adventures í Reykjavík var greiningarvinna, verkefnastjórnun, ferlagerð, stefnumörkun og samskipti við aðila í ferðaþjónustu innanlands og erlendis. Þekking og reynsla Ágústs á sviði ferðamála er yfirgripsmikil og hefur hann víðtækt tengslanet á sviði ferðamála. Hann hefur fylgst með og tekið þátt í vexti og uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi og reynslu af því að stofna og reka eigið fyriræki í ferðaþjónustu. Ágúst Elvar hefur tekið þátt í stefnumörkun á sviði ferðamála, sinnt ráðgjöf og samstarfi, greiningarvinnu, þróun ferla, starfsmannahaldi, umsjón með daglegum rekstri, samskiptum við birgja sem og innlenda og erlenda endursöluaðila, markaðssetningu, vöruþróun og verkefnastjórnun, allt á sviði ferðamála. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir og Baldur Örn Arnarson mannauðsráðgjafi á Menningar- og ferðamálasviði unnu úr öllum aðsendum umsóknum og höfðu umsjón með viðtölum við þá umsækjendur sem best uppfylltu kröfur starfsauglýsingarinnar.
Ráðningar Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira