Skýrsla Þorsteins: Ólafía þarf að vera aðeins djarfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 22:48 Ólafía gefur eiginhandaráritanir eftir hringinn sögulega í kvöld. vísir/friðrik þór Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00