Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 18:38 Jared Kushner virðist bera vanhæfni við til að færa rök fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu ekki getað átt samráð við Rússa. Vísir/AFP Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að hafa sagt hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að starfsmenn forsetaframboðs hans hafi ekki getað átt samráð við Rússa vegna þess að þeir hafi verið of óstarfhæfir og óskipulagðir til þess. „Þeir héldu að við hefðum átt í samráði en við gátum ekki einu sinni átt samráð við eigin skrifstofur,“ sagði Jared Kushner, eiginmaður Ivönku Trump og einn helsti trúnaðarmaður forsetans, við lærlingana í gær.AP-fréttastofan segir að vefsíðan ForeignPolicy.com hafi fyrst greint frá ummælum Kushner en þau voru upphaflega ekki ætluð til opinberrar birtingar. AP segist hafa fengið ummælin staðfest hjá aðstoðarmanni fulltrúadeildarþingmanns demókrata.Átti ekki von á að vera á leið í stjórnmálÍ samtalinu við lærlingana er Kushner ennfremur sagður hafa játað að hann viti ekki hvert rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa stefni. Kushner sagðist ekki hafa átt von á að taka við embætti í ríkisstjórninni og því hafi hann ekki gætt nægilega að fundum sínum með erlendum embættismönnum þegar hann skýrði frá þeim á umsókn um öryggisheimild sem háttsettir bandarískir embættismenn þurfa til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Greint hefur verið frá því að Kushner hafi ítrekað uppfært skráningu sína vegna öryggisheimildarinnar. Hann hafi bætt við fjölda funda með erlendum embættismönnum sem hann greindi upphaflega ekki frá. Kushner hefur sagt það hafa verið mistök og drög að umsókn hafi upphaflega verið send óvart.Trump-feðgarnir gætu verið í vandræðum vegna fundar sem sonurinn átti með rússneskum lögmanni í fyrra. Trump eldri er sagður hafa orðað misvísandi yfirlýsingu um efni fundarins.Vísir/AFPSagði frá fjórum fundum með RússumÁður en Kushner kom fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings sem rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum og hugsanlegt samráð framboðs Trump við þá, greindi tengdasonur forsetans frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum en gerði lítið úr vægi þeirra. Kvaðst hann saklaus af öllu samráði og sömuleiðis aðrir starfsmenn framboðsins. Kushner sat meðal annars umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem hafði lofað Donald Trump yngri, syni forsetans og mági Kushner, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Í gær var greint frá því að Trump forseti hafi sjálfur gefið skipanir um hvernig misvísandi yfirlýsing sem Trump yngri gaf út um eðli fundarins skyldi orðuð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði nú í kvöld að Trump hafi „látið skoðun sína í ljós“ á yfirlýsingu sonar síns. Í frétt Washington Post í gærkvöldi voru ráðgjafar forsetans sagðir hafa lagt drög að yfirlýsingu þar sem greint hefði verið nákvæmlega frá fundinum til að forðast að hægt yrði að hrekja lýsingu Trump yngri á honum síðar. Þess í stað hafi Trump gripið í taumana og lesið sjálfur fyrir yfirlýsingu þar sem gert var lítið úr efni fundarins. Í kjölfarið birtu fjölmiðlar hins vegar sífellt nýjar upplýsingar um fundinn og þurfti Trump yngri ítrekað að breyta frásögn sinni af honum.Í myndbandi CNN hér fyrir neðan má sjá Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, svara spurningu um hvort að Trump forseti hafi samið yfirlýsingu sonar síns á blaðamannafundi í dag.WH on POTUS involvement in Russia statement: The President weighed in "as any father would" https://t.co/2vljkpPz5k https://t.co/Nzm5QzyNJB— CNN (@CNN) August 1, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að hafa sagt hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að starfsmenn forsetaframboðs hans hafi ekki getað átt samráð við Rússa vegna þess að þeir hafi verið of óstarfhæfir og óskipulagðir til þess. „Þeir héldu að við hefðum átt í samráði en við gátum ekki einu sinni átt samráð við eigin skrifstofur,“ sagði Jared Kushner, eiginmaður Ivönku Trump og einn helsti trúnaðarmaður forsetans, við lærlingana í gær.AP-fréttastofan segir að vefsíðan ForeignPolicy.com hafi fyrst greint frá ummælum Kushner en þau voru upphaflega ekki ætluð til opinberrar birtingar. AP segist hafa fengið ummælin staðfest hjá aðstoðarmanni fulltrúadeildarþingmanns demókrata.Átti ekki von á að vera á leið í stjórnmálÍ samtalinu við lærlingana er Kushner ennfremur sagður hafa játað að hann viti ekki hvert rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa stefni. Kushner sagðist ekki hafa átt von á að taka við embætti í ríkisstjórninni og því hafi hann ekki gætt nægilega að fundum sínum með erlendum embættismönnum þegar hann skýrði frá þeim á umsókn um öryggisheimild sem háttsettir bandarískir embættismenn þurfa til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Greint hefur verið frá því að Kushner hafi ítrekað uppfært skráningu sína vegna öryggisheimildarinnar. Hann hafi bætt við fjölda funda með erlendum embættismönnum sem hann greindi upphaflega ekki frá. Kushner hefur sagt það hafa verið mistök og drög að umsókn hafi upphaflega verið send óvart.Trump-feðgarnir gætu verið í vandræðum vegna fundar sem sonurinn átti með rússneskum lögmanni í fyrra. Trump eldri er sagður hafa orðað misvísandi yfirlýsingu um efni fundarins.Vísir/AFPSagði frá fjórum fundum með RússumÁður en Kushner kom fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings sem rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum og hugsanlegt samráð framboðs Trump við þá, greindi tengdasonur forsetans frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum en gerði lítið úr vægi þeirra. Kvaðst hann saklaus af öllu samráði og sömuleiðis aðrir starfsmenn framboðsins. Kushner sat meðal annars umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem hafði lofað Donald Trump yngri, syni forsetans og mági Kushner, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Í gær var greint frá því að Trump forseti hafi sjálfur gefið skipanir um hvernig misvísandi yfirlýsing sem Trump yngri gaf út um eðli fundarins skyldi orðuð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði nú í kvöld að Trump hafi „látið skoðun sína í ljós“ á yfirlýsingu sonar síns. Í frétt Washington Post í gærkvöldi voru ráðgjafar forsetans sagðir hafa lagt drög að yfirlýsingu þar sem greint hefði verið nákvæmlega frá fundinum til að forðast að hægt yrði að hrekja lýsingu Trump yngri á honum síðar. Þess í stað hafi Trump gripið í taumana og lesið sjálfur fyrir yfirlýsingu þar sem gert var lítið úr efni fundarins. Í kjölfarið birtu fjölmiðlar hins vegar sífellt nýjar upplýsingar um fundinn og þurfti Trump yngri ítrekað að breyta frásögn sinni af honum.Í myndbandi CNN hér fyrir neðan má sjá Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, svara spurningu um hvort að Trump forseti hafi samið yfirlýsingu sonar síns á blaðamannafundi í dag.WH on POTUS involvement in Russia statement: The President weighed in "as any father would" https://t.co/2vljkpPz5k https://t.co/Nzm5QzyNJB— CNN (@CNN) August 1, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09