Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Gissur Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2017 13:34 Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Vísir/Pjetur Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira