Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2017 21:39 Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Vísir/Getty Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni samþykki Bandaríkjaþing ekki að fjármagna umdeildan landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Reuters greinir frá. Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og í ræðu sem hann hélt í Phoenix í gær hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins. Bandaríkjaþing snýr aftur til starfa þann 5. september næstkomandi eftir sumarfrí og hafa þingmenn 12 starfsdaga til þess að samþykkja aðgerðir sem tryggja áframhaldandi rekstur alríkisstjórnarinnar. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður innan Repúblikanaflokksins sagði að þrátt fyrir að veggurinn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó væru nauðsynlegur væri óþarfi að hóta því að hætta að fjármagna alríkisstjórnina. „Ég held að enginn hafi áhuga á slíkri stöðvun,“ sagði Ryan við fjölmiðla í dag. „Ég held að það sé ekki okkur til hagsbóta. Formaður fjárveitingardeildar fulltrúadeildarinnar, Tom Cole, sem er samflokksmaður Trump og Ryan lét hafa eftir sér að stöðvun alríkisstjórnarinnar væri óskynsamlegt og að slík aðgerð gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn sem stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu. „Ef að þú stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu og ætlar að stöðva alríkisstjórnina held ég að það sé ekki góð hugmynd, hvorki frá pólitískum né praktískum sjónarmiðum,“ sagði Cole. Donald Trump Tengdar fréttir Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49 Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni samþykki Bandaríkjaþing ekki að fjármagna umdeildan landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Reuters greinir frá. Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og í ræðu sem hann hélt í Phoenix í gær hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins. Bandaríkjaþing snýr aftur til starfa þann 5. september næstkomandi eftir sumarfrí og hafa þingmenn 12 starfsdaga til þess að samþykkja aðgerðir sem tryggja áframhaldandi rekstur alríkisstjórnarinnar. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður innan Repúblikanaflokksins sagði að þrátt fyrir að veggurinn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó væru nauðsynlegur væri óþarfi að hóta því að hætta að fjármagna alríkisstjórnina. „Ég held að enginn hafi áhuga á slíkri stöðvun,“ sagði Ryan við fjölmiðla í dag. „Ég held að það sé ekki okkur til hagsbóta. Formaður fjárveitingardeildar fulltrúadeildarinnar, Tom Cole, sem er samflokksmaður Trump og Ryan lét hafa eftir sér að stöðvun alríkisstjórnarinnar væri óskynsamlegt og að slík aðgerð gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn sem stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu. „Ef að þú stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu og ætlar að stöðva alríkisstjórnina held ég að það sé ekki góð hugmynd, hvorki frá pólitískum né praktískum sjónarmiðum,“ sagði Cole.
Donald Trump Tengdar fréttir Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49 Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17
Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46