Kostnaðurinn við öryggisgæslu Trump að sliga leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 10:00 Trump hefur verið á faraldsfæti og gist í eigin klúbbum um helgar. Hann er sagður hafa lýst Hvíta húsinu sem hreysi við meðlimi í einum golfklúbba sinna. Vísir/AFP Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi.
Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira