Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 20:41 Mikið af gervifréttum var dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna vestanhafs í fyrra. Einhverjar þeirra virðast hafa átt uppruna sinn að rekja til Rússlands. Vísir/AFP Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar. Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar.
Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira