Trump mun leita bandamanna á allsherjarþingi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt. Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt.
Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira