Utanríkisráðherra segir tímabært að ræða um norðurslóðir sem viðskiptasvæði Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 11:11 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp á Hringborði norðurslóða í Hörpu í morgun. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58