Sauðanes er bóndabær rétt við Siglufjörð og hafa þau hjónin aðallega tekið viðunglingsdrengjum. Bændurnir Jón Trausti og Herdís byrjuðu að taka á móti Fósturbörnum árið 2006.
Stundum semur fjölskyldum bara ekki. Stál í stál á hverjum degi og foreldrar og skólakerfi ráðþrota.
„Hann var tólf ára þegar hann kom til okkar, sá sem er búinn að vera lengst hjá okkur. Það er svona aldurinn sem okkur hugnast best, 10-12 ára,“ segir Jón Trausti.
„Sum börnin sem við fáum erum farin að reykja 10-11 ára og jafnvel enn yngri,“ Herdís Erlendsdóttir, bóndi.
„Við höfum fengið börn sem eru 15-16 ára og þá er svo margt búið að breytast hjá þeim og þau orðin mun harðari í sínu umhverfi,“ segir Jón Trausti.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Fósturbörnum með Sindra Sindrasyni sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.