Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. desember 2017 19:30 Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“ Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“
Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira