Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:59 Frá upphafi aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00