Vill draga úr umsvifum lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi Höskuldur Kári Schram skrifar 22. janúar 2018 18:45 Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar. Efnahagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar.
Efnahagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira