Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Baldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2018 07:15 Hermann Ingi Finnbjörnsson og Hlynur Þór Björnsson, tveir af eigendum Skiptimynt ehf. vísir/eyþór „Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið. Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
„Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið.
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57
50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32