Innflutningur átjánfaldaðist vegna Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Gríðarlegt magn berja hefur endað í risavöxnum innkaupakerrum Costco síðan verslunin var opnuð. Vísir/ernir Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00