Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavikur í janúar síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
„Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32
„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56