Eyþór Arnalds, sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði sig úr stjórn Árvakurs og um tíu annarra félaga þann 12. apríl. Auk Árvakurs er Eyþór kominn úr stjórn Thorsil Holding. Um er að ræða móðurfélag Thorsil sem hyggur á að reisa kísilver í Helguvík.
Eyþór segist í samtali við Viðskiptablaðið vilja aðskilja mögulegan hagsmunaárekstur í aðdraganda kosninganna 26. maí. Hann hafi engin afskipti af Árvakri eða Morgunblaðinu. Hann hafi ekki skipað varamann í sinn stað.
Sjálfstæðismaðurinn á 23% hlut í Árvakri og er stærsti hluthafinn. Hann segist ekki útiloka að selja hlut sinn fái hann gott tilboð.
