Breytingar á Stöð 2: „Vonum að neytendur taki þessu vel“ Tinni Sveinsson skrifar 2. maí 2018 14:15 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn
Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42