„Við erum búin að vera að skoða hvernig við getum gert þetta, hvernig getum við komið þessum upplýsingum um heiminn því það er því miður ekki ennþá hægt að klóna mig held ég og senda mig til allra landa,“ sagði Herdís í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
„Þetta var þá niðurstaðan, að búa til app. Nú er appið komið og af því að hugmyndin er íslensk þá var ákveðið að prufukeyra verkefnið á Íslandi.“
Alltaf einu skrefi á undan
Herdís segir að kennsla sé oft eftirminnilegri þegar fólk sér eitthvað, ekki bara hlustar. Fyrsta skrefið er að skrá inn aldur barnsins í forritið, sem finna má á vefsíðu IKEA á Íslandi.„Þá koma upp upplýsingar sem leiða þig í gegnum heimilið, herbergi fyrir herbergi um það hvað þú þarft að hugsa um. Svo minnir appið þig á þegar barnið er orðið aðeins eldra og aðrar hættur eru líklegar. Þannig að þú ert alltaf einu skrefi á undan barninu þínu og þetta er mjög einfalt í notkun,“ útskýrir Herdís. Hún fagnar því að svona stórt fyrirtæki vilji koma hennar hugmyndum til sem flestra landa í heiminum.
„Mörg lönd eru ekki að gera neitt í öryggismálum fyrir börnin sín.“
Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan: