Hættur í landsliðinu: Segir allar svívirðingarnar vera ástæðuna fyrir veikindum móður sinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 10:30 Ramin Rezaeian sést hér reyna hughreysta Sardar Azmoun. Það gekk ýmislegt á hjá Sardar Azmou á HM. Vísir/Getty Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira