Kaupmáttur launa hækkaði um 2,4 prósent í maí frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,2 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hagstofan segir að áhrifa kjarasamninga á almennum vinnumarkaði gæti í vísitölunni.
Kveðið hafi verið á um þriggja prósenta almenna launahækkun þann 1. maí 2018 í samningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins (SA) og í kjarasamningi SA og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hafi verið kveðið á um fimm prósenta almenna launahækkun. Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs.
Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir. Hafa þurfi í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna.
Kaupmáttur aukist um 4%
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent




Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Hlutabréfaverð í Asíu hækkar
Viðskipti erlent