Nýtti tækifærið og þakkaði strákunum okkar fyrir kveðjuna fallegu Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 17:45 Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15
Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54
Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32
Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00